Endurgera stallana í Álafossbrekkunni fyrir tónleikahald

Endurgera stallana í Álafossbrekkunni fyrir tónleikahald

Grasi grónir stallarnir í brekkunni fyrir ofan gömlu sundlaugina eiga sér merka sögu. Í tímans rás hafa þeir látið á sjá og þarfnast endurgerðar. Stallarnir voru hannaðir sem áhorfendabekkir fyrir starfsfólk gömlu ullarverksmiðjunnar við Álafoss og felst hugmyndin í því að þeir fái að gegna áfram svipuðu hlutverki fyrir bæjarbúa. Aðstæður í Kvosinni eru ákjósanlegar fyrir útisamkomur. Ef sviðið væri endurbætt og svæðið rafvætt væri hægt að skapa þarna kjöraðstæður fyrir gott menningarlíf.

Points

Álafosskvosin er ákjósanlegur tónleikastaður frá náttúrunnar hendi og ekki tilviljun að stallarnir voru gerðir þar. Það skiptir máli fyrir sjálfsmynd hvers sveitarfélags að varðveita minjar sem segja sögu þess og er það rótin að þeirri hugmynd að varðveita stallana og gera þá hluta af menningu Mosfellinga í nútíð og framtíð.

Þessi staður á svo sterk ítök og merkilega sögu sem væri sómi af að varðveita og gera betur skil á. Frábær tónlistastaður.

Tel að ekki þurfi að endurgera pallana sjálfa en það þarf að útbúa hentugt svið og koma rafmagni að því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information