Mislæg gatnamót

Mislæg gatnamót

Mislæg gatnamót í staðinn fyrir hringtorgið við N1 við Vesturlandsveg. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna, þá eru þetta bæði hættulegt hringtorg og fyrir íbúa Reykjavegsmegin er oft erfitt að komast inná þá sérstaklega um háannatíma, vetur sem sumar. Einnig eina leiðin okkar íbúanna út úr hverfinu.

Points

Sjá undan

Það er ótækt að íbúar Mosfellsbæjar þurfi að þvera þjóðveginn um hringtorg til að fara milli bæjarhluta. Ef sett verða mislæg gatnamót á þessu svæði myndi það jafna flæðið um Vesturlandsveginn og ég tala nú ekki um auka öryggi allra sem fara um þetta hringtort. Einnig myndi það minnka allt umferðaröngþveiti sem verður þarna á háannatímum. Að auki myndast mikil loftmengun í grennd Krikaskóla þegar þessar teppur eru. Við eigum ekki að gera börnunum okkar það.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information