Nýtt gólfefni að Varmá - Parket

Nýtt gólfefni að Varmá - Parket

Íþróttahúsið við Varmá var tekið í notkun árið 1998, salur 1 og 2. Dúkurinn sem nú er notaður þar inni er því 20 ára gamall á næsta ári og miðað við notkunina á honum þá hefði þurft að skipta fyrir nokkrum árum. Nauðsynlegt er að skipta dúknum út fyrir parket.

Points

Um 2000 börn á grunnskóla/Framhaldskóla sækja íþróttaæfingar að Varmá frá 8:00-15:00 á daginn en þá taka við æfingar hjá Aftureldingu til kl 23:00 á kvöldin. Því er notkunin mjög mikil. Mikið hefur verið um meiðsli frá tognunum upp í alvarleg slit/brot sem má rekja til dúksins og vísum við í rannsóknir sem var gerð í Noregi þar sem meiðslatíðni var skoðuð miðað við gólfefni sem notað var við æfingar. Við erum því að tala um velferð barna okkar sem stunda íþróttir.

Kominn tími til þess að fríska upp á þessa sali. Númer 1-2-3 er að fá nýtt gólfefni, þá parket, þar sem þetta núverandi er úr sér gengið. Síðan mætti bara yfirfara allan salinn og sjá hvað þarf að bæta, Net bakvið mörk, mörkin sjálf og eða net í þeim, þakið á það til að leka ofl. Einnig hvort hagkvæmt væri að skipta út lýsingunni, þar sem hún er eldgömul og tekur svona 10 mín að kveikja á sér jafnvel að hægt væri að fá betri og meira orkusparandi lýsingu með nýrri tækni sem væri hagkvæmari?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information