Stöðvum útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og bjarnaklóar.

Stöðvum útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og bjarnaklóar.

Stemma þarf stigu við útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og risahvannar í bænum og eyða með skipulögðum hætti áður en heilu svæðin hverfa í illgresi. Kerfillinn er orðinn stórt vandamál þar sem útbreiðsla hans hefur verið mjög hröð á undanförnum árum. Kallað er eftir átaki og aðgerðaáætlun um skipulagða eyðingu þar sem sláttur á litlum blettum er dropi í hafið og vandamálið margfaldast með hverju árinu sem líður. http://agengar.land.is/images/pdf/alaskalupina_skogarkerfill_baeklingur.pdf

Points

Samkvæmt skýrslu Landgræðslu ríkisins frá 2015 þekur lúpína 6% lands í Mosfellsbæ og er komin til að vera en dreifing skógarkerfilsins er enn staðbundin. Ef ekkert er gert mun kerfillinn dreifa sér um allt. Óþekkt er hvernig kerfilssvæðum reiðir af í framtíðinni en mögulega mun kerfilinn ríkja um ókomna tíð. Náttúrufræðistofnun hvetur til aðgerða. http://www.mosfellsbaer.is/library/Skrar/.pdf-skjol/Umhverfismal/utgefid-efni/Utbreidsla_alaskalupinu_skogarkerfils_Mosfellsb%C3%A6_2015_undrit2.pdf

Verðum að taka þetta föstum tökum strax í sumar,

Það skiptir verulegu málið að illgresi nái ekki að útrýma okkar litríka og fjölbreytta plöntusamfélagi, íslensku flórunni. Lati Geiri hefði ekki lagst á lækjarbakka ef þar hefði verið skógarkerfill, hvað þá lúpína eða bjarnarkló. :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information