Hringurinn - Fjallahjóla, fjallgöngu & fjallahlaupa stígur

Hringurinn -  Fjallahjóla, fjallgöngu & fjallahlaupa stígur

Það væri gaman ef Mosfellsbær gæti státað sig af fjölskyldu og hjólavænum útivistarstíg. Stígur sem liggur í fjöllunum fyrir ofan bæinn með útsýni yfir Mosfellsbæ. Svona stígur myndi henta í fjallahjólreiðar, fjallahlaup og venjulegar fjallgöngur. Einstígi, hámark 50 cm breitt með flæðandi beygjum sem fylgja landslaginu fallega og skaðar ekki ásýnd fjallana. Hægt að gera nokkrar útgáfur af lengd/erfiðleikastigi stíga.

Points

Tiltölulega ódýrt og einfalt í framkvæmd (hægt að framkvæma án vinnuvéla og jarðrasks) nánast ekkert viðhald, fjölskylduvænt. Skemmtileg viðbót við afþreyingar og útivistar möguleika í bænum. Nota má hluta af stígum og gömlum vegum sem eru nú þegar til og tengja við nýja leið sem hentar betur.

væri frábært að gerta hjólað beint í náttúruna heimann frá sér. þurfa ekki að fara á bílnum til að hjóla á fjallvegi.

Gerir Mosfellsbæ að skemmtilegri bæ fyrir fjölskyldufólk.

Frábær hugmynd! Vantar einmitt eitthvað fyrir allla fjölskylduna í Mosó og nágrenni.

Þetta mundi færa mér ómælda ánægju, það að geta hjólað heimanfrá mér og nánast beint inn á hjólastíg. Frábær hugmynd!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information