Leggja gangstíga á rökréttan hátt þannig að fólk fylgi þeim

Leggja gangstíga á rökréttan hátt þannig að fólk fylgi þeim

Víða sér maður að gangandi vegfarendur velja stystu leið og beinustu leið. Þeir fylgja ekki gangstígum sem liggja t.d. hornrétt á rökrétta leið. Það er hollt fyrir þá sem skipuleggja að prófa að ganga um bæjarlandið.

Points

Ég ætla að bæta við þetta að 90°beygjur eru afleitt fyrir hjólandi fólk.

Það má víða sjá hvernig gangandi vegfarendur móta slóða í gegnum bæjarlandið og fylgja ekki beinum hornréttum steyptum göngustígum. Best er að láta göngustíga endurspegla rökrétta ferðaleið. Á meðfylgjandi mynd má sjá slóða sem hefur myndast að gangbraut á gatnamótum Langatanga og Bogatanga.

Fleiri myndir undir "myndir". Sýna hvar ættu að vera stígar. Þetta eru á litlu svæði í kringum Brekkutanga.

Mæli með að allir kynni sér hvað Desire Path eru. Mætti algjörlega nýta þessa aðferð út um allt. * https://en.wikipedia.org/wiki/Desire_path * https://www.youtube.com/watch?v=P9B8PmUR64U * https://www.reddit.com/r/DesirePath/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information