Ratleikur í Mosfellsbæ

Ratleikur í Mosfellsbæ

Mosfellsbær státar af stikuðum gönguleiðum og metnaðarfullu korti yfir gönguleiðir í Mosfellsbæ. Það hefur sýnt sig að þetta hefur haft mjög hvetjandi áhrif á bæjarbúa og aðra. Mörgum finnst enn þá skemmtilegra að fara út að ganga ef þeir hafa verkefni og á það sérstaklega við um börnin. Með því að bjóða upp á ratleik - jafnvel nýjan á hverju ári - væri hægt að virkja enn þá fleiri til útivistar. Það eru ýmsar fyrirmyndir s.s. ratleikur Hafnarfjarðar og ratleikur í Heiðmörk.

Points

Eykur fjölbreytini í tengslum við útivist í okkar frábæra bæjarfélagi.

Ókeypis og skemmtileg útivist fyrir börnin í heilsubænum, frábær hugmynd finnst mér!

Snjöll hugmynd. Þau eru með mjö stóran og flottan ratleik í Hafnarfirði og hafa verið í mörg ár Þar kaka ungir og gamlir þátt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information