Svæði á Brekkutangaróló fyrir minnstu börnin

Svæði á Brekkutangaróló fyrir minnstu börnin

Á Brekkutangaróló er lítið um leiktæki fyrir minnstu börnin. Þar er aftur á móti svæði sem nýtist mjög lítið og mætti nota til að útbúa lítinn afgirtan róló fyrir minnstu börnin með smábarnarólu, lítilli rennubraut, sandkassa með kofa og bekkjum og borðum fyrir foreldra.

Points

Það er mjög lítið um leiktæki fyrir minnstu börnin og vantar tilfinnanlega t.d. smábarnarólur. Á auðu svæði við Brekkutangaróló er nóg pláss fyrir svona tæki. Foreldrar og forráðamenn sem fara út með minnstu börnin finna fyrir því að það vantar leiktæki. Þessi börn eru ekki með leikskólapláss og alla virka daga er ekki hægt að fara með minnstu börnin á leiksvæði við leikskólana. Eini kosturinn er því leiksvæði í hverfunum.

Frábær hugmynd, það vantar alveg afgirtan róló fyrir minnstu krílin, með ungbarnarólum og þess háttar. Þarna gætu svo eldri systkinin nýtt önnur svæði á leikvellinum á meðan, alveg brilljant. Það er ekkert leiksvæði við Leirutangann og við gætum þá rölt upp í Brekkutangann með okkar börn í staðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information