Laga göngustíginn við Varmá

Laga göngustíginn við Varmá

Göngustígurinn er illa farinn eftir náttúruna og það þarf að laga hann þannig að hann haldi veðri og vind. Hann hefur verið lagfærður ítrekað en aldrei nema til bráðabirgða. Nauðsynlegt er að laga stíginn þannig að allir geta farið um hann allt árið um kring og til frambúðar. Bæta merkingar þannig að stígurinn sé einungis fyrir göngufólk og reiðhjólafólk. Mótorhjólaumferð og reiðumferð á að vera bönnuð. Mörgum þykir vænt um þennan stíg enda algjör náttúruperla og einstakt á höfuðborgarsvæðinu.

Points

Stígurinn er mjög illa farinn og ekki óhætt að fara þar gangandi og með barnavagna. Öryggi mjög svo ábótavant, sérstaklega þegar mikið er í ánni.

Góð hugmynd! Þessi stígur er einstök náttúruperla og alltaf í skjóli fyrir veðri og vindum

Frábær göngustígur meðfram Varmá eykur lífsgæði og gleði þeirra sem um hann fara - gera við allar vatnsskemmdirnar sem hindra og fæla fólk að fara þar um

Það sem hindrar það að varanlegar úrbætur verða gerðar er það að sumir landeigendur setja sig á móti að færa stíginn eitthvað frá ánni. Bara þannig væri hægt að skapa þann farveg fyrir Varmánni sem hún þarf þegar er mikið aukning á úrkomu og hún þarf þá einfaldlega meira rými. Allar þrengingar á farveginum auka á vandann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information