Troðnar gönguskíðabrautir í bænum

Troðnar gönguskíðabrautir í bænum

Troða og spora gönguskíðabrautir á nokkrum stöðum í bænum þegar færi gefst. Mögulegar staðsetningar eru golfvöllurinn, hestastígurinn undir Hádegishlíð, nágrenni Hafravatns, Húsadalur, Skarhólamýri o.fl.

Points

Gönguskíðaíþróttin nýtur vaxandi vinsælda og bærinn okkar býður upp á mjög fallegt umhverfi til gönguskíðaiðkunnar. Gönguskíðaíþróttin er holl hreyfing sem reynir á marga vöðva og bætir þol. Gönguskíðaiðkun er tilvalið fjölskyldusport sem felur í sér skemmtilega samveru og dásamlega útivist. Það er við hæfi að bjóða upp á aðstöðu til gönguskíðaiðkunar í heilsueflandi samfélagi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information