Strandblak í Gvendarreit.

Strandblak í Gvendarreit.

Gvendarreitur, sem áður fyr var einn aðal útisamkomustaður Mosfellsdals, hefur ekki verið nýttur til nokkurra skapaðra hluta síðastliðinn áratug. Staðurinn er umkringdur trjágróðir, skjólgóður hitapottur og ætti að rýma tvo velli með góðu móti. Annars mætti setja upp einn strandblakvöll og einhverja aðra afþreyingu, grill, bekki ofl. Staðurinn er tilvalinn fyrir ,,pikknikk´´ ferðir í dásamlegu umhverfi sem Mosfellsdalurinn er.

Points

Að nýta ekki þennan dásamlega stað til útivistar, afþreyingar og samkomu er alger synd. Þarna gæfist fólki tök á að renna út fyrir bæinn á 5mín, koma sér fyrir á æðislegum reit, og jafnvel verja deginum. Þetta væri frábær viðbót við þau frábæru útivistarsvæði sem fyrir eru. Skjólið hitapotturinn sem myndast eru rakin fyrir strandblaksvöll og enginn í grend til að ónáða. Smám saman mætti svo bæta við það sem staðurinn hefur uppá að bjóða og gert hann þannig eftirsóknarverðari áfangastað en ella.

Sammála. Falin paradís sem ætti að nýta mun betur. Lifi byltingin.

Standblak er ótrúlega skemmtilegt, bæði fyrir keppnisfólk og áhugamenn. Ég er að velta fyrir mér hvort hægt væri að bæta bocciavöll þarna einnig inn, svona fyrir eldri árgangana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information