Endurheimt birkiskóga

Endurheimt birkiskóga

Áður fyrr voru birkiskógar útbreiddir um allt láglendi og upp í hálendisbrúnina. Mjög mikið magn af birkifræi fellur til á haustin. Safna mætti þeim og sá t.d. á Mosfellsheiði. Lagt er til að þessir birkiskógar verði endurheimtir! Allir Mosfellingar gætu lagt hönd á plóginn með söfnun birkifræa. Heimili og skólar gætu unnið mjög þarft og ánægjulegt starf saman.

Points

Rányrkja hefur verið mjög mikil gegnum tíðina. Nú á þessum tíma er góður möguleiki að bæta fyrir afglöp fyrri tíma. Nú er mikið rætt um koltvísýringsbindingu og við þurfum að taka okkur á. Víða má sjá röskuð vistkerfi og endurheimt birkiskóga á Mosfellsheiðinni er mjög áhugavert verkefni þar sem allar kynslóðir Mosfellinga geta lagt hönd á plóginn undir faglegri stjórn. Verkefnið er ódýrt og gæti eflt mjög mikið meðvirkni og mikilvægi þess að bæta umhverfið.

Fátt er gáfulegra en að mynda skjólbelti í útjaðri byggðar í Mosfellsbæ. Vindurinn veður ofan af heiðinni og eirir engu. Mosfellingar eru örugglega sammála þér Guðjón! :)

Meira logn, meiri farsæld. Fólk gæti jafnvel einn daginn farið að rækta epla-tré í görðum sínum. Þetta er vel geranlegt og bæjarbúar gjarnir að taka þátt.

Ekki spurning að drífa í þessu. Það mun að vísu taka langan tíma að menn sjái einhverja sprettu af trjám þarna, en næstu kynslóðir munu nota góðs af því. Við eigum jú flest öll börn og barnabörn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information