Fegra hringtorgin í gegnum Mosfellsbæ

Fegra hringtorgin í gegnum Mosfellsbæ

Gera hringtorgin fallegri þegar keyrt er um og í gegnum Mosfellsbæ, sérstaklega við Vesturlandsveg - þau fimm hringtorg á leið inn og út úr Mosó. Fyrirmyndin væri eins og þau eru í Grafarvogi, viðhaldslítil, með fallegum runnum og grjóthleðslu ásamt sumarblómum. Merki bæjarins er á einu þessu hringtorga við Álafossveg en það mætti gera betur með gróður þar til að sú hugmynd njóti sín meira. Þetta verður augnayndi, ef vel er gert.

Points

Vel hirt umhverfi og falleg hringtorg er aðlaðandi fyrir Mosfellsbæ. Fyrsta upplifun af Mos verður jákvæðari og vekja áhuga aðkomumanna og gleðja auga íbúa <3

Algjörlega sammála þessu og hef bent bænum á þetta sjálfur. Það fyrsta sem tekur á móti gestum og íbúum eru hringtorgin og ef þau séu fallega skreytt að þá er það ákveðin skilaboð um að hérna sé gott að vera og búa. Einnig kemur það í veg fyrir að menn keyra þvert yfir hringtorg eins og sést hefur. Síðan má kannski taka aðalhringtorgin tvö sem eru inn í bænum og gera eitthvað exta við þau með fallegri lýsingu, nýta okkur vatn eða annað sem sést ekki annarsstaðar.

Mér finnst nú hringtorgin hér í bænum ágæt. Með smá viðbót af sumarblómum eru þau bara fín.

Það skyggir á sýn ökumanna mjög oft þegar eitthvað er gert til að "fegra" hringtorg. Núna er ég í raunveruleikanum að ræða um öryggi mannslífa hér. Sleppum fegrun á hringtorgum sem eru allt of mörg og setum fé í eitthvað mun uppbyggilegra og þarfara. Ég vil samt benda á að ég kann að meta vegmerkingar með nöfnum á hringtorgum.

Hesturinn er flott skreyting á einu hringtorginu í bænum. Mætti skreyta fleiri torg með sama efniviðnum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information