Bæta lýsingu á göngustígum.

Bæta lýsingu á göngustígum.

Vantar lýsingu við "hólinn" í Klapparhlíðinni. Milli K7 og K9. Þetta er algjör myrkrarpyttur. Ég er viss um það að þetta fína svæði myndi nýtast betur með aukinni lýsingu yfir vetrartímann. Skella upp nokkrum íþróttatækjum sbr. þau sem eru í Skerjafirði. VAntar líka betri lýsingu beggja vegna gangbrautarinnar í Klapparhliðínni. Þar eru ljós alveg við götuna en, aftur, vantar lýsingu AÐ gangbrautinni. Mjög erfitt að átta sig á gangandi umferð að gangbrautinni þegar maður keyrir inn götuna.

Points

Sammála. Mikið myrkur þarna, krakkar nota þennan hól mikið á veturna til að renna sér og leiðinlegt að sjá þá þarna í myrkrinu

Það er SVO MIKIÐ myrkur þarna. Þarna er hjólreiðafólk, gangandi fólk og börn. Stórhætta stundum í myrkrinu. Hóllinn myndi nýtast betur yfir veturinn sem leiksvæði fyrir krakka og kannski fullorðna líka :)

Virkilega ánægður að þessi hugmynd kom inn. Var að ræða þetta um daginn við fólk í hverfinu. Labba þarna á hverjum morgni með krakkana í leikskólann og skólann. Þau þora ekki að labba þarna á milli ein og labba þá frekar meðfram Klapparhlíðinni og þurfa að fara yfir 3 botnlanga sem er ekki sniðugt þegar svo mikið myrkur er. Setja meiri lýsingu á þennan kafla. Algjörlega nauðsynlegt

Það er svo mikið myrkur þarna á veturna að það er hættulegt. Manni getur liðið illa að ganga þarna um, sem á enganveginn að eiga sér stað á þessum fallega stað í Mosfellsbæ. Fólk er þarna að ganga, skokka, hlaupa, hjóla, ganga með hunda og krakkar á leik. Það er veruleg þörf á að seta ljósastaura þarna. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að benda á möguleikan að nota einhverja vistvæna lýsingu eins og LED sem væri vist prik í okkar samfélag að gera Mosfellsbæ bæði bjartari, fallegri og vistvænni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information