Skólaakstur fyrir fleiri

Skólaakstur fyrir fleiri

Hafa fleiri rútur til að aka börnum í skóla.

Points

Umferð við skóla er mjög mikil á morgnana en það er hægt með litlum tilkostnaði að bæta við fleiri rútum í akstur fyrir t.d krikahverfi, teigahverfi en rúturnar fara hvort eð er þessa leið. Hægt væri að bæta við fleiri ferðum til þess að fleiri börn gætu nýtt skólaaksturinn. Myndi spara foreldrum þessa barna bæði tíma og peninga en einnig auka öryggi við skólana. Margir fullorðnir geta ekki hugsað sér að ganga kannski í snjóbil og sköflum með tösku á bakinu úr stórakrika og niðrí Varmárskóla.

Það ætti ekki að þurfa skólabíla eða tómstundarútu ef það gengur strætó í öll hverfi Mosfellsbæjar 😉

styð þessa tillögu - bíllinn keyrir hvort sem er framhjá þessum hverfum (teigar/krikar) svo auðvelt væri að bæta einu stoppi við t.d. í strætóskýli við Krikaskóla/Atlantsolíu.

Börnum er hollt að ganga á flest öllum dögum ársins. En auðvitað ættu öll hverfin í bænum vera tengd almenningssamgöngum þannig að þetta er raunverulegur valkostur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information