Ruslakassar.

Ruslakassar.

Það stingur svolítið í augu í annars snyrtilegum bæ og fallegum hvað það er mikið af rusli um koppagrundir þettað eru aðallega neyslupakkningar af matvöru ymisskonar og hundaskítspokar. Það þurfa að vera ruslakassar við hverja strætóstoppistöð en þar er subbuskapurinn áberandi mestur og á gatnamótum göngustíga það eru kassar sumstaðar við göngustíga en staðsettir langt frá gatnamótum þeirra og nýtast því als ekki nógu vel.

Points

Við viljum sennilega öll hafa okkar heilsueflandi bæjarfélag snyrtilegt og aðlaðandi.

Mikið er ég sammála þessu! Það er líka ferlega lítið af ruslatunnum í Tunguhverfinu. Það má sko alveg vera fleiri ruslatunnur út um allann bæinn.

Alveg sammála. Það vantar alveg fleiri ruslatunnur. Það er ekki hægt að vera að fara inn á lóðir hjá fólki til að henda í tunnu.

Það er nú bara þannig að brenglaðir einstaklingar hafa svo gaman að sparka upp ruslafötur. Þannig að bærinn er sennilega að gefast upp á að setja ruslílát aftur og aftur.. Ég hef reglu hjá mér að taka allt með mér heim og koma því þannig á öruggan stað. Það má benda á það að flest allt rusl kemur frá stöðum þar sem er ekki tryggilega gengið frá ruslatunnum eða ruslagámum.

Ég verð að svara þér Úrsula alveg ofboðslega mikið af ruslinu hérna má sjá við strætóstöðvarnar það er greinilega utanaf næringu sem gripin er með og etin í snatri áður en strætó kemur, og það er rétt að sumstaðar eins og td við Krónuna verslunarkjarna þar er ofboðslega ruslaralegt þar mætti greina betur hverslags ruslagámar eru hentugir og það er líka rétt að það er dálítið af því að einhverjir sparki upp lokinu neðan á ruslatunnunum, en það má skoða aðrar sortir af tunnum, vona ég.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information