Hundafimivöllur/ hunda leiksvæði/laga hundagerðið/svæðið

Hundafimivöllur/ hunda leiksvæði/laga hundagerðið/svæðið

Ég væri til í að sjá leiksvæði fyrir hunda hérna í mosó, með hundafimitækjum þau gætu verið í svipuðum stíl og leiktækin sem að eru í ævintýragarðinum. Það væri hægt að hafa þetta svæði við hliðina á hundagerðinu í Ullarnesbrekku. Einnig mætti laga vegin að hundagerðinu (jafnvel malbika) og laga lýsingu á svæðinu.

Points

Búðir á svæðinu hefðu ekki undan að fylla á vöruhillur vegna aukinnar sölu á vöru

Það kostar 18.700 að eiga skráðann hund í Mosfellsbæ og það er ekki mikið sem að hundaeigendur fá í staðin tala nú ekki um ef að viðkomandi á fleirri en einn hund. Þannig að þetta væri skemmtilegt fyrir hundaeigendur hér í bænum.

Þetta er akkurat sem vantar til islands gott bæði fyrir hunda og eigendur

Hundafimi frábær skemmtun og gott tækifæri til að æfa með hundinum sínum. Núverandi Aðstaða til að æfa hana er af skornum skammti og hentar ekki öllum hundaeigendum þar sem sumir hundar verða mjög skítugir við að nota þá aðstöðu.

Mæli eindreigið með því að það væri settur upp svona völlur fyrir hunda og eigendur þeirra . Þetta myndi öruglega auka áhugan fyrir hundafimi á Íslandi sem er skemmtilegt sport fyrir hundaeigendur og bætir teingsli milli hunda og eigendur þeirra

Virkilega góð hugmynd sem hvetur fólk til meiri útivistar með hundinum sínum og eykur tengsl þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að tengslamyndun við hunda (og önnur gæludýr) hefur áhrif á endorfínframleiðslu heilans og minnkar líkur á þunglyndi t.d. Þetta svæði er lítið sem ekkert notað af öðrum en hundaeigendum og mætti því endilega girða af allt túnið. Hundaeigendur í Mosfellsbæ hafa verið algerlega til fyrirmyndar hvað varðar umgengni í gerðinu og er það ákaflega sjaldgæft að rekast þar á úrgang.

I wonder why is not there one yet?!

Okkur vantar svona svædi fyrir hundana okkar. Alveg komin tími á tad ad vid fàum eitthvad à mòti fyrir tad sem vid erum ad borga. Tetta er fallegt og gerir gott fyrir alla. Svona svædi er vída ad finna à hinum nordurlöndunum.

Væri það ekki fyrir takmarkaða hunda?

Snilld!

Held það þyrfti að passa undirlagið ef þetta yrði gert. En það væri æðislegt að fa svona serstaklega þar sem mosfellsbær segist alltaf vera heilsueflandi samfelag :)

Hér er mikið af hundafólki sem myndi nýta sér þetta svæði

Þetta væri bæði hreyfing fyrir hundinn og eigendann, þannig að allir græða.

Þurfa hundir ekki fyrst og fremst útiveru og göngutúrar? Hundaeigendur geta leikið sér með sínum hvuttum út um allt ef þeir nenna.

Frábær hugmynd! Vantar endilega staði sem má vera með voffana lausa

Öll rök þegar komin :)

Frábær hugmynd. Skemmtileg hreyfing bæði fyrir hund og eiganda. Og ekki má gleyma hugaræfingunni sem þetta er líka fyrir hundinn. :)

Fær minn stuðning . Hvergi jafn mikið af hundaeigendum og sveitarfélagið á að sjá sóma sinn í að hafa góða aðstöðu fyrir okkur.

Geggjuð hugmynd. Mig langar akkúrat að þjálfa minn í hundafimi, en sem bláfátækur námsmaður hef ég ekki efni á að fara á námskeið. Problem solved :D

Svör við rökum á móti: 1.Er það ekki gott fyrir búðirnar ? 2. Það get allar hundategundir nýtt tækin svo lengi sem að hundarnir séu hraustir. 3. Þetta er ekki bara spurning um að leika við hundinn heldur að Þjálfa hann og veita honum andlega og líkamlega örfun. Hundum sem að leiðist og fá ekki þá útrás sem að þeir þurfa eru líklegri til að gera hluti sem að þeir ættu ekki að gera, strjúka, skemma hluti, veiða ketti og önnur smádýr.

Þetta er svo ótrúlega ódýrt í framkvæmd og viðhaldi að það er nánast ekki hægt að færa rök gegn þessu. Það hefur enginn neinu að tapa, heldur eru bara ávinningar! 😀

Það vantar klarlega svona garð með svona tækjum 😃

Gleðiauki fyrir dýr og menn! Myndi auka verslun í hverfinu því fólk frá höfuðborgarsvæðinu öllu kæmi til leiks og samvista við dýr og menn! Aukin útivera

Ég get bara ekki verið meira sammála flestum ef ekki öllum nú þegar komnum ummmælum MEÐ þessari hugmynd. Það er líka greinilega mikill áhugi hjá fólki þar sem þetta er með þeim hærri í hjarta skráningum af öllu hér inni. Mosfellsbær þarf að taka þessu alvarlega og vonandi að lokum kíla á þessa framkvæmd. Og að sjálfsögðu viðhalda þessu og hafa gott aðgengi. Það eru ekki alltaf allir hundaeigendur heilsuhraustir og færir um að ganga langt með hunda sína.

Ótrúlega skemmtileg hugmynd. Snilld fyrir hunda og eigendur þeirra að brjóta upp göngutúrinn og vinna saman. Styrkir samband hunds og eigenda.

Hundafimi er virkilega skemmtileg bæði fyrir hunda og eigendur og mundi svona svæði skila sér í betra sambandi milli hunds og eiganda. Svona svæði yrði öfundað af allri landsbyggðinni og gæti orðið fyrirmynd annar bæjarfélaga.

Skemmtileg og sjálfsögð viðbót fyrir hina mörgu hunda og hundaeigendur.

Snilldarhugmynd sem hvetur til útivistar og samverustundir hjá fjölskyldum með gæludýrið sitt.

Get ekki likað þessa hugmynd nógu oft! En þá finnst mér hundafimibrautin/hundasvæðið þurfa að vera að vera á öðrum strað, svo hún verði ekki skemmd eða tækjunum hreinlega stolið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information