Tvær nýjar reiðleiðir

Tvær nýjar reiðleiðir

Til að auka fjölbreytni í leiðavali og nýta betur þá staðhætti sem við erum svo að lánsöm að búa við hér í Mosfellsbæ leggjum við til tvær nýjar reiðleiðir. Önnur er ÆVINTÝRALEIÐIN í gegnum Ævintýragarðin. Ævintýraleiðin er um 650m ÚTSÝNISLEIÐIN er sjálfstætt framhald Ævintýraleiðarinnar og liggur ofan á malarkambinum milli Varmár og Köldukvíslar. Útsýnisleiðin er um 440m

Points

Frábær viðbót og reiðleiðir sem ekki eru ofan í allskyns áreiti fyrir hestana sbr. Flugvöllur, golfvöllur, reiðhjólastígar, mótorcross við Ístak..Þetta væri “friðsamlegar” reiðleiðir.

Myndi stórbæta aðstöðu hestamanna og auka fjölbreytnina

Frábær viðbót og myndi auka fjölbreytni okkar hestamanna til útreiðar til muna

Með með þessum tillögum er með litlum tilkostnaði aðstaða til hestamennsku stórbætt þar sem fjölbreytileiki reiðleiða í nágrenni hesthúsahverfisins er lítill. Með þessu skapast tveir nýir hringir sem er kærkomin og nauðsynleg viðbót. Jafnframt er Ævintýragarðurinn virkjaður á jákvæðan hátt. Umfang framkvæmdanna er lítið miðað við ábatann sem hlýst af nýtingu svæðins.

Frábær hugmynd. Það er mikill trjágróður þarna og það er svo gaman að reiðleiðum um skógarstíga. Ef rask á trjágróðri verður í lágmarki þá verður þetta frábær leið. Tré veita skjól í skítaveðri og það er það sem okkur vantar meira í útivistina hér, það er skjól. Leiðinlegt að sjá hvað búið er að saga mikið af ösp við eldri reiðleiðina þarna. Skógarstemningin inn í trjágöngunum farin.

Frábær viðbót til reiðleiða í Mosfellsbæ. Góð vegalend og hringur sem mun nýtast vel, sérstaklega fyrir þá sem eru á viðkvæmari hestum sem þola illa fótboltavelli,golfvelli, flugvell, mótorkross og strætóa. Trjágróður mun skýla knapa frá veður og vind. Auk þess vera viðbót við ævintýragarðin og ýtir undir nýting hans á veturnar.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information