Gönguskíðabraut í Mosó

Gönguskíðabraut í Mosó

Gönguskíðabraut , til dæmis á Lágafelli, á Hafravatnssvæðinu, í Mosfellsdal, ... Þeim mun hærra og innar í landinu þeim mun betra að hafa brautina því þá helst snjórinn lengur. Einnig er gott að hafa braut þar sem eru tré því þau fanga snjó. Gott væri að fá ráðleggingar um staðsetningu og framkvæmd hjá Skíðagöngufélaginu Ullur.

Points

Þótt að það sé komin fín aðstaða í Heimörk með 12,8 km braut, þá ættum við í Mosó ekki að þurfa að keyra þangað með tilliti til útblásturs/lofslagsmála. https://heidmork.is/baett-adstada-fyrir-gonguskidafolk/

Það virðingarvert að það hafi verið gert spor á völlinn við Tungubakka, en það dugir engan veginn til. Hringurinn er alltof stuttur og svo er vindasamt þar og því skefur fljótt í sporið. Og þar tekur snjó fljótt upp láglendinu. 0,9 km hringur á flatlendi er ekki beint spennandi, þá keyrir maður frekar upp í Heimörk.

Skíðagöngubrautin gæti verið notuð sem fjallahjólaleið eða gönguleið þegar ekki er snjór og nýttist því allt árið.

Mosó heilsueflandi er samfélag og yrðið þetta frábæri viðbót við útivistarframboðið hér þótt snjórinn komi nú ekki alltaf.

Ég styð þessa hugmynd heilshugar. Þetta vantar sárlega. Það er svo langt í Bláfjöll. Gönguskíðabrautir mega gjarnan vera sléttar, sérstaklega fyrir heldra fólk í Mosfellsbænum. Gönguskíðabrautin í Skálafelli er of brött... Kv. Sigríður Magnúsdóttir. S 848-1804

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information