Bæta útivistarsvæði við Leirvogstunguskóla

Bæta útivistarsvæði við Leirvogstunguskóla

Hjarta Leirvogstunguhverfis er við Leirvogstunguskóla. Þar vantar að gera góða aðstöðu fyrir fólk til að setjast niður og fylgjast með börnum að leik. Einnig vantar fleiri leiktæki og þá sérstaklega fyrir ung börn. Auðvelt væri að setja upp eina Folf grind og laga til sleðabrekku en nokkur hækkun er í landslaginu þarna. Almennt mætti svo bæta gróðursetningu og frágang.

Points

Á opnu svæði við Leirvogstunguskóla er þegar búið að koma upp battavelli og körfuboltavelli (sem mætti gjarnan laga og bæta í anda hugmynda sem þegar hafa komið fram). Þarna þyrfti að halda áfram að bæta aðstöðuna, en svæðið er hjarta hverfisins og utan helstu umferðar og því skapar öryggi að bæta þarna aðstöðuna. Þetta svæði er líka notað á Leirvogstungudeginum þar sem allir íbúar hittast og vantar skýli til að geta setið ef rignir.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information