Fjallahjólabrautir við Helgafell

Fjallahjólabrautir við Helgafell

Búa til fjallahjólabraut fyrir ungmenni og fullorðna fyrir neðan Helgafell. Svæðið í kringum Helgafell er mikið útvistarsvæði og eru fjallahjólreiðar í mikilli sókn. Svæðið er mikið notað til útivistar og er mjög auðvelt aðgengi að því bæði á stígum og vegum.

Points

Mosfellsbær á land fyrir neða Helgafell sem er í framhaldi af Hlíðarás og Fellsás þar sem hægt væri að útbúa fjallahjólabrautir með frábæru aðgengi frá vegi fyrir sem liggur frá Ásabraut að Þingvallavegi. Brautir gætu síðan endað á göngustíg sem liggur meðfram Vesturlandsvegi. Mosfellsbær hefur gefið út að það sé heilsueflandi samfélag og fellur þessi hugmynd því vel að þeirri yfirlýsingu. Hægt er að gera þetta með litlum tilkostnaði og nýtast núverandi innviðir vel á þessu útivistarsvæði.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni en önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information