Gangbraut á mótum Vefarastrætis og Varmárvegar

Gangbraut á mótum Vefarastrætis og Varmárvegar

þetta eru hættulegustu gatnamót Helgafellshverfisins og bara tímaspursmál hvenær slys verða. Um daginn komu tvö ung börn á fleygiferð niður brekkuna hjólandi niður Vefarastræti og mátti litlu muna að bíll sem var að beygja inn Varmárveg keyrði á þau. Svo er hættan líka að bílar sem koma af Varmárvegi vilja koma sér fljótt á Vefarastræti og stoppa því í veg fyrir gangandi og sjá fólk seint. Það er ekki nóg að fá spegla það þarf að draga úr hraða bílanna líka.

Points

Það er ekki nóg að fá spegla það þarf að draga úr hraða bílanna líka. Við þessi gatnamót eiga gangandi að hafa forgang og með því að hafa það þannig þá verða gatnamótin öruggari. Ástæða þess er sú að stór hluti þeirra sem ganga þarna yfir götuna eru börn. Að gefa gangandi forgang eykur öryggi fyrir alla gangandi, hlaupandi, hjólandi og fjölskyldufólk með kerrur og er í takt við það að gera Mosfellsbæ að heilsueflandi samfélagi

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information