Göngustígur með fram Varmá frá Dælustöð í átt að Bjargi

Göngustígur með fram Varmá frá Dælustöð í átt að Bjargi

Göngustígurinn meðfram Varmánni er orðinn illfær. Verður eitt drullusvað og ræturnar á trjánum orðnar berar. Á köflum er árbakkinn hruninn. Er hægt að lagfæra þetta eða er svæðið kannski í einkaeign?

Points

Stígurinn getur verið hættulegur

Mér finnst þetta til skammar fyrir Mosfellsbæ sem útivistarbæ. Það er löngu kominn tími á að lagfæra þetta og gera almennilega í þetta sinn svo ekki sé verið að kasta krónunni fyrir aurinn.

Perla Mosfellsbæjar. Þetta viðhaldsleysi er til skammar. Engin afsökun að eigendur sem eiga land að stígnum stoppi viðhald.

Það er löngu orðið tímabært að lagfæra þennan stíg meðfram Varmánni. Þessi leið gæti verið okkar dýrmætasta perla í útivist og mikil hvatning til útiveru.

Landeigendur gætu jafnvel tekið þátt í uppbyggingu stígsins ef vilji er fyrir hendi

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information