Menningarhús í Mosfellsbæ

Menningarhús í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er stórt bæjarfélag og það vantar tilfinnanlega menningarhús, þar sem hægt væri að hýsa tónskóla, hafa tónleikaaðstöðu, vinnuaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi listamenn, aðstöðu fyrir námskeið, sýningarsali, leikhús, bókasafn, félagsaðstöðu, samkomuhús, veitingastað og fl. Það vantar vettvang fyrir bæði listamenn og bæjarbúa að njóta lista og menningar í heimabyggð og gott væri að leggja áherslu á sjálfbærni og nálægð við náttúruna bæði hvað varðar hönnun og starfsemi í húsinu.

Points

Já!!

Menningarhús í Mosfellsbæ væri sannarlega góð viðbót og tímabær í okkar blómlega samfélagi.

Það er fyrir löngu kominn tími á Menningarhús hér í þessum ört stækkandi menningarbæ sem Mosfellsbær er.

Það vantar húsnæði fyrir menningarstarfsemi í bæjarfélaginu.

Er ekki hugmynd að nýta Kjarnann undir slíka starfsemi, nú þegar Heilsugæslan flytur annað....

Væri frábært að fá fallega menningarmiðstöð í Mosfellsbæ!

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information