Svið fyrir neðan leikhúsbrekkuna í Álafosskvos

Svið fyrir neðan leikhúsbrekkuna í Álafosskvos

Það er tilvalið að nýta þetta fallega svæði og setja upp svið. Ég sé þetta svið nýtast á ýmsa vegu frá vori fram á haust. Hér áður fyrr voru haldnir dansleikir þarna og finnst mér tilvalið að endurvekja stemmninguna. Sé fyrir mér dansgleði tvisvar í mánuði ef ekki oftar á virkum degi með skemmtilegri og fjörugri tónlist og fólk kemur bara og dansar og dansar sér til heilsubótar í ca: 1 til 2 tíma. Einnig hentar þetta leiklistinni á marga vegu sem og að ýta undir alla menningu og listir.

Points

Álafosskvosin á sér mikla sögu og svæðið er fallegt og skjólsælt og tilvalið að bæta við þessari skemmtilegu heilsubót að dansa sér til skemmtunar, syngja, horfa á leikrit, hlusta á ljóðalestur og fara á söngskemmtun. Mosfellsbær er heilsueflandi bæjarfélag og hvað er betra en að hlusta á góða og skemmtilega tónlist og hreyfa sig í leiðinni. Það ætti að vera hægt að nýta þetta svið frá vori og eitthvað fram á haust. Þetta gæti svo sannlarlega glætt líf margra það er bara þannig.

Frábær hugmynd fyrir menningarlífið!

Dans er besta heilsurækt - ever!! Útidans í ólíkum myndum salsa, diskó, marseringar... Þetta getur orðið eins og “Allsang på Skansen” Frábær hugmynd🕺🏻🕺🏻🕺🏻💃🏼💃🏼

Músík, leikrit og dans er frábært fyrir andlega og líkamlega heilsu. Frábært að nýta þennan fallega stað fyrir úti svið 👍🏻

Ekkert betra fyrir sál og líkama en að dansa ,hlusta á góða tónlist ,söng ,leikrit eða annan í góðum hóp í yndislegu umhverfi eins og Álafosskvosin er . .Frábær tillaga

Mjög gott fyrir fjölbreytta starfsemi allra aldurshópa. Heldur líka í heiðri þessari starfsemi sem ullariðnaðurinn var fyrr á tímum. Mikilvægar menningarminjar

Geggjuð hugmynd - dans er allra meina bót og sviðið mundi nýtast í ýmislegt :-)

Èg vil gjarnan að þessi hugmynd verði að veruleiki þvì èg vil lìf og fjör ì bæinn

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information