Endurnýtt hundasvæði við Ullarnesbrekku

Endurnýtt hundasvæði við Ullarnesbrekku

Það væri æðislegt ef hægt væri að endurnýja hundasvæðið hjá Ullarnesbrekkunni. Leggja niður nýtt gras, gera nokkrar þrautir fyrir hundana (t.d. setja dekk og spítur sem geta nýst hundum á margan hátt). Líka sniðugt af hafa drykkjarvatn fyrir hundana og jafnvel kúkapoka ef þeir gleymast heima. Einnig vantar ljósastaur/ljósastaura á svæðið, svo hægt sé að fara að kvöldi til.

Points

Hundasvæðið er nánast autt öllum stundum og tel ég það vera vegna þess hvernig það lítur út. Það þarf að endurnýja það. Ávallt drulla á svæðinu, engir ljósastaurar og ekkert sem nýtist hundum er til staðar, þetta er bara autt svæði sem engin hundur nennir að leika sér á.

Ég mundi einnig vilja sjá betra aðgengi að hundasvæðinu. Það er að segja bílastæði við svæðið þvi ekki er őllum fært að ganga frá Varmá. Vantar mun betra aðgengi og algjorlega sammála að þetta svæði er ekki spennandi og mikið drullusvað. Mjőg vel girt af en opnalega hliðið oft i lamasessi.

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information