Betri lýsing á göngustíga

Betri lýsing á göngustíga

Margir göngustígar illa lýstir, t.d. í Hulduhlíð, stígurinn á milli húsa nr. 30 og 32. Þar er alveg niðamyrkur, ekki neinn staur og verður oft mjög hált. Þarna er fólk að ganga t.d. út í Hulduberg og Lágafellsskóla.

Points

Þarna er algjört myrkur yfir vetrartímann og oft hálkublettir eða hundaskítur sem maður vill svona helst ekki stíga í. Líka upp á öryggið, lágmark að sjá eitthvað.

Algjörlega. Einnig í Klapparhlíðinni milli leikskólans og húsa nr 13-11-9 og svo meðfram 7 og 9. Þetta er þó öryggisatriði sem ætti ekki að þurfa að kjósa um, bara framkvæma

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Tek undir þetta. Það þarf að fara markvisst yfir gögnustíga Mosfellsbæjar því það eru mjög margir sem eru illa upp lýstir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information