Grænt svæði við Ljósumýri, Krókamýri og læk

Grænt svæði við Ljósumýri, Krókamýri og læk

Sjá mynd með hugmynd.Um er að ræða grænt svæði við göngustíg milli akra- og mýrahverfis. Fyrst má benda á gular merkingar á mynd en þar er verið að vísa í slæma tengingu við græna svæðið/göngustíg og sérkennilega staðsetta hraðahindrun sem er ekki gangbraut. Það mætti gjarnan bæta tengingu yfir á stíginn sem liggur meðfram svæðinu þar sem guli hringurinn er. Annað er svo að þarna er frábært svæði sem er einungis með lélegum fótboltamörkum en væri gaman að sjá ærslabelg, rólur, bekki eða annað.

Points

Þessi fótboltavöllur sem þarna er er ekki mikið notaður. Það er mikil synd að þetta svæði nýtist ekki betur en raun ber vitni. Leikvöllur í mýrarhverfi var uppfærður í fyrra og gerður að einhverjum smábarnavelli sem er ekkert spennandi og leitt að sjá að engin hefðbundin tæki eru þar. Mikið púður lagt í velli í öðrum hverfum. Væri frábært að sjá flottan leikvöll, ærslabelg eða aðra aðstöðu á þessum grasbletti sem safnar annars bara gæsaskít. mætti gera stíga/þrautabraut eða eh líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information