Lagfæring hættulegustu gatnamóta Íslands

Lagfæring hættulegustu gatnamóta Íslands

Gatnamótin við Hafnarfjarðarveg og Lyngás eru vægast sagt stórhættuleg og þarf nauðsynlega að laga áður en einhver drepst þar. Bæta þarf við annarri harkalegri hraðahindrun (já, hafa tvær hraðahindranir í röð) og auka sýnileika (með því að fjarlægja marga metra grænu girðingarinnar), eða fjarlægja fráreinina með öllu.

Points

Til þess að komast yfir Lyngásinn til suðurs vestan Hafnarfjarðarvegar þarf fyrst að fara yfir frárein. Þegar staðið er við fráreinina og litið til norðurs upp Hafnarfjarðarveginn sér vegfarandi ekki nálægt því nógu langt til að sjá hvort bílar séu að koma eða ekki. Á sama hátt sjá bílstjórar ekki vegfaranda fyrr en of seint er að bregðast við. Sjá má á viðhengdri mynd sjónlínu vegfaranda.

Nú er hraðahindrun á Lyngásnum, við gatnamót Stórás. Hefði haldið að það væri ágætt. Að fjarlægja grænu girðinguna upp við Hafnarfjarðarveginn, væri verið að taka niður hljóð-varnir íbúanna bakvið girðinguna. Teldi takmarkað vit í að skerða hljóðvist íbúa svæðisins þar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information