Mér hefur alltaf fundist það spaugilegt að kalla götuna Göngugötu þegar umferð er leyfð í gegnum hana!
Ef við ætlum að ná markmiðum Loftlagsstefnu þá hlýtur þetta að vera sjálfsagt skref til að draga úr ónauðsynlegri bílaumferð. Fyrir utan hvað mannlífið er skemmtilegra þegar ekki er umferð ökutækja gegnum götuna. Nú stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa, ferðamenn eru farnir að koma hingað allt árið og við eigum auðvitað að gera allt til að búa til mannvænlegt umhverfi í miðbænum. Nú styttist í að HSN fari úr miðbænum, auk þess sem betra er að koma þar ofan frá, frá Gilsbakkavegi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation