Með því að starfsmenn bæjarins efni til lítilla samráðsfunda á vinnustöðum, í heita pottinum - og fleiri stöðum þar sem fólk kemur saman - í skólum og leikskólum. Ekki gleyma ungmennunum, þau eru oft mjög hugmyndarík. Kannski mætti fá eldri nemendur í lið með bænum til að hafa umsjón með slíkum fundum.
Fólki finnst stundum erfitt að tjá sig á stórum samkomum en býr kannski yfir virkilega góðum hugmyndum og ábendingum, sem er hugsanlega auðveldara að fá upp á yfirborðið í smærri hópum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation