Lífga upp á opið svæði sunnan við Rjúpnasali 14

Lífga upp á opið svæði sunnan við Rjúpnasali 14

Þar er grasigróið svæði sem hægt væri að nýta betur með trjágróðri bæði á flötinni og á hljóðmön. Setja má bekki og borð á grasflöt og mynda jafnframt skjólbelti með runnum sem myndu eyða áhrifum austanáttar sem skellur yfir hljóðmönina. Greni- og furutré á möninni myndu að auki draga úr hávaða frá Arnarnesveginum sem í dag skellur á húsveggnum og sú hljóðmengun vex með hverju árinu sem líður

Points

Ef hægt er að bæta lífsgæði íbúa í Rjúpnasölum með því að planta trjám á norðurhlið hljóðmanar sem myndi deyfa umferðarhávaðasem berst á svalir húsa er það mjög ódýr lausn á leiðinda vandamáli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information