Sjómannagarðurinn verði almenningsgarður

Sjómannagarðurinn verði almenningsgarður

Að Sjómannagarðurinn verði byggður upp sem almenningsgarður þar sem áhersla er á að fólk á öllum aldri geti notið þar útivistar í skjólgóðu svæði. Trjágróður sem býr til skjól, opin græn svæði þar sem börn og fullorðnir geta leikið sér, góð leiksvæði annars vegar fyrir leikskólabörn og síðan fyrir eldri börn. Útilíkamsræktartæki. Sem fyrirmynd mætti horfa til Fossvogar þar sem Kópavogur hefur byggt upp skemmtilegt útivistarsvæði fyrir íbúa á öllum aldri og Skallagrímsgarður í Borgarnesi

Points

Það væri gaman ef Grindvíkingar væru með fallegan almenningsgarð þar sem hægt væri að koma saman, spila kubb, sparka í bolta, vera í leiktækjum, fara í lautarferð. Ekki fylla Sjómannagarðinn af gömlum húsum heldur notum svæðið til að vera samkomustaður fyrir íbúa. Gosbrunnur sem má sulla í, fallegur gróður og hjarta yfir sumartímann. Ef það er pláss mætti vera körfuboltavöllur o.s.frv.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information