Vil byrja á að þakka fyrir frabæran göngustíg út að golfvelli. Hann mætti reyndar vera upplýstur til að nýtast allt árið. Fleiri svona stígar, jafnvel um Hópsnesið eða í kringum Þorbjörn væru æðislegir en það er eiginlega nauðsynlegt að hafa þá upplýsta fyrir þá sem vilja t.d. hlaupa eftir vinnu í skammdeginu. Svo þarf að tengja hjólastíginn við hitaveitutankinn við stíginn sem liggur meðfram grindavíkurveginum svo hægt sé að hjóla á öruggan hátt alla leið.
Betri stígar, meiri útivist
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation