Upp verði tekin Single Transferable Vote aðferðin í Alþingiskosningum. Aðferðin var notuð í stjórnlagaráðskosningunum og er notuð í þingkosningum í Írlandi, Möltu, Ástralíu og víðar. Með henni raðarðu listum í númeraða röð. Ef sá flokkur sem þú valdir í 1.sæti fær ekki ekki næg atkvæði til þess að komast inn fer atkvæði þitt til flokksins í 2.sæti o.s.fr Þannig hverfa enginn atkvæði þó að kosinn sé flokkur sem á lítinn sem engann möguleika á að komast inn á þing.
Lítil/ný framboð eiga betri möguleika á því að komast inn á þing þar sem atkvæði þitt er aldrei í hættu á því að glatast ef flokkurinn sem þú setur í fyrsta sæti kemst ekki inn. Ef þú raðar öllum flokkunum þá leiðir atkvæði þitt alltaf til þingsætis. En hægt væri að raða aðeins hluta af flokkunum á lista þannig að ef enginn af flokkunum sem þú valdir kemst inn verður atkvæðið þitt "autt".
Menn mættu ekki á kjörstað í kosningunum sem þetta var notað. Fólk ikvartaði yfir of mörgum í framboði og of óljóst kosningakerfi Þarf að vera einfaldara og markvísara kerfi. Óþolandi að atkvæði manns virkar bara að hluta til. Kerfi eins og forkosningakerfi flokkana virkar betur miðað við reynsluna. Þarf þó að stokka upp í kerfinu og skipta um kosningakerfi. Ég hafna algjörlega Single Transferable Vote aðferinni. Algjörlega ósátt við þá aðferðafræði. En vil þó nýtt kosningakerfi.
Menn mættu ekki á kjörstað í kosningunum sem þetta var notað. Fólk kvartaði yfir of mörgum í framboði og of óljóst kosningakerfi Þarf að vera einfaldara og markvísara kerfi. Óþolandi að atkvæði manns virkar bara að hluta til. Kerfi eins og forkosningakerfi flokkana virkar betur miðað við reynsluna. Þarf þó að stokka upp í kerfinu og skipta um kosningakerfi. Ég hafna algjörlega Single Transferable Vote aðferinni. Algjörlega ósátt við þá aðferðafræði. En vil þó nýtt kosningakerfi.
Nánari útskýringar á hvernig kerfið virkar. [sjá línka] *útskýringar á ensku. http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote http://www.youtube.com/watch?v=1yV9buU8_bw
Frábær punktur, það sem virðist ætla að lama alla mögulega stjórnarandstöðu núna er einmitt þau 12% atkvæða sem falla dauð niður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation