Eitt kjördæmi

Eitt kjördæmi

Hagur þjóðar felst í réttlæti en ekki skoðunum misvitra stjórnmálamanna. Að sjálfsögðu á hvert atkvæði að vega jafn mikið í kosningum um þjóðarhag og hvernig þeim hag sé stjórnað.

Points

Það ætti öllum að vera ljóst að landsbyggðin er landinu öllu jafn nauðsynleg og höfuðborgin. Höfuðborgarsvæðið er líka landsbyggðinni mikilvæg. Það hefur ekki verið að hjálpa dreifbýlinu að hafa misvægi í greiddum atkvæðum.Misvitrir stjórnmálamenn hafa leyft því að gerast að rifinn sé lífsbjörgin af heilu bæjarfélögunum í skjóli pólitískra gjörninga. Nýtt auðlinda ákvæði ætti að tryggja landsbyggðinni tilverurétt.

Einn einstaklingur = eitt atkvæði. Allt annað er ósanngjarnt. Fyrir svo utan misnotkunina og hrópandi ósamræmið sem fellst í kjördæmaflakki og lögheimilisskráningu þingmanna s.s Steingrímur J og Sigmundur Davíð. Báðir búsettir á höfuðborgarsvæðinu en atkvæðið þeirra telur samt meira en atkvæði annara höfuðborgarbúa. Ekki gott fyrirkomulag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information