Landið verði eitt kjördæm
sanngirnissjónarmið
Við þurfum að velta fyrir okkur hvaða áhrif kosningakerfið er líklegt til að hafa á samsetningu þingsins. Einsleitur þingmannahópur með líkan reynsluheim er ekki endilega það sem er best fyrir góða ákvörðunartöku. Eitt kjördæmi myndi líklega leiða til meiri einsleitni þingmanna.
Kosturinn við kjördæmaskiptingu er að hún tryggir að raddir af öllu landinu heyrist á þingi. Ef landið yrði eitt kjördæmi væri hætt við að eingöngu fólk af höfuðborgarsvæðinu ætti möguleika á kjöri og að þekking og skilningur á málefnum landsbyggðarinnar á þingi yrði takmarkaður. Það væri hins vegar hægt að minnka misvægi atkvæða. Til þess þarf ekki að breyta stjórnarskránni.
Landið sem eitt kjördæmi er sérlega óheppileg hugmynd ef hún er spyrt saman við hugmyndina um persónukjör. Frægt fólk myndi nær einoka þingsæti vegna þess forskots sem það hefur á aðra. Venjulegt almúgafólk ætti erfitt uppdráttar. Allir sem náðu kjöri til stjórnlagaráðs voru þjóðþekktir einstaklingar. Aðeins þrír þeirra áttu lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins.
Verður að jafna vægi atkvæða, eitt kjördæmi líklega besta leiðin, stuðningur við landsbyggðina eftir atvikum með öðrum leiðum en með misvægi atkvæða
Kjördæmaskipan í dag er ólýðræðisleg. Hún skapar misvægi milli val kjósenda í kjördæmum. Kjósendur í fámennum kjördæmum geta ráðið úrslitum kosninga umfram val kjósendur í fjölmennari kjördæmum. Dæmi: Trump. Þetta er mismunun sem er ósanngjörn í lýðræðisþjóðfélag og nauðsynlegt að breyta við endurskukoðun stjórnarskrá Þjóðarinnar. Gerum Ísland að einu kjördæmi til að jafnvægi sé á atkvæðum og tumpistar framtíðarinnar ná ekki völdum.
Eitt kjördæmi gerir það að verkum að landsbyggðin verður skilin eftir og endar illa frekar að einbeita sér að því að takmarka setu fólks í valda stéttum.
Erfitt að sjá að núverandi kerfi hafi verndað landsbyggðina og því spurning hvort það geti versnað við þau sjálfsögðu mannréttindi að atkvæði manna séu jöfn.
Möguleikar borgaranna á að hafa áhrif á stjórn landsins eru misjafnir. Möguleikar þeirra sem búa næst miðju stjórnmálanna, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, til að hafa áhrif með öðrum hætti en í kosningum eru meiri en þeirra sem búa fjær. Það skapar ákveðið misvægi. Skipting landsins í kjördæmi og misjafnt vægi atkvæða vinnur gegn þessu misvægi áhrifa. Það er meira réttlætismál að jafna möguleika til að hafa áhrif en að jafna vægi atkvæða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation