Styrkur við kaup rafbíla

Styrkur við kaup rafbíla

Að Íslenska ríkið styðji Parísasamninginn með því að veita styrki í kaup á rafmagnsbílum eins og er gert í Bretlandi. Í Bretlandi er boðið þeim sem kaupa sér rafmagnsbíla hátt í 3500£(571.517kr) styrk til þess að fólk kaupi frekar rafbíla.

Points

Hvað með metanbíla?

Til þess að auka/flýta fyrir skiptum frá bensín bílum yfir á rafbíla til þess að standa við parísasamning og sýna frumkvæði sem þjóð að sýna þáttöku í nútíma vandamáli.

Hentar einungis tekjuhærra fólki. Eftir situr láglaunafólk enn eina ferðina með enga fría hálfa milljón frá ríkinu. Ef þú hefur efni á að kaupa nýjan bíl, þá hefurðu efni á að borga hann sjálfur

Minnka notkun jarðefnaeldsneytis

Þetta er ekki lausnin þar sem þetta hjálpar ekki öllum heldur fáum byrjum að laga almennings samgöngur og til þess er hægt að nota þennan pening sem er verið að heita í þetta

Þetta er ekki eitthvað sem á heima í stjórnarskrá.

Rafbílar eru ekki lausn á vandanum um útblástur co2. Rafbílar eru líka menganndi, við framleiðslu td. Frekar að styrkja samgöngu kerfið eða einhvernveginn minnka þörf á einkabílnum.

Mengun rafbíla er EKKI einungis rafmagnið sem þeir nota. Heldur engurnýtanleg efni sem eru notuð við framleiðslu á bæði bílunum og rafhlöðum. Einnig er það staðreynd að þótt ALLIR einkabílar HEIMS myndu allt í einu hverfa og ekki vera til lengur, þá myndi mengunin minka (að mig minnir eftir ransóknum sem ég hef kynnt mér ýtarlega) um eða undir 10%. Einbeitum okkur að Lúxus skipum, Flugvélum, Skipum og stóriðju frekar en að nýðast á almenning. Skoðið From dust to dust skýrsluna um mengun bíla.

Styrkur er óþarfi, en að fella niður gjöld er sjálfsagt. Allt bendi til að rafbílarnir séu að taka yfir og óþarfi að þvinga fram þá þróun. Hagstæðari bílalán kæmu til greina.

Tímabundnar ívilnanir eins og niðurgreiðslur á tækjabúnaði eiga ekki heima í stjórnarskrá.

Notum grænu orkuna sem við framleiðum til að knýja fleiri farartæki á íslandi. Ýtum undir kaup á raf og metan knúnum ökutækjum umfram þá sem brenna jarðefnaeldsneyti með því að styrkja þau kaup.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information