Höldum góðu og gildu stjórnarskránni að mestu óbreyttri

Höldum góðu og gildu stjórnarskránni að mestu óbreyttri

Stjórnarskrá inniheldur reglur sem ráða stjórnskipun ríkisins og hefur þjónað hlutverki sínu vel. Aldrei má setja lög sem stangast á við hana og hendur löggjafans eru bundnar af ákvæðum hennar. Hugsanlega þarf að fínpússa einhver ákvæði - en litlar breytingar geta haft miklar og ófyrirséðar afleiðingar. Í nýju stjórnarskránni má finna fjölda óútskýrðra hugtaka sem tilheyra löngum og illskiljanlegum ákvæðum. Þessi nýju ákvæði eru strax farin að valda misskilningi og deilum um túlkún þeirra.

Points

Það er mikið ábyrgðarleysi að gjörbreyta stjórnarskránni án þess að hugsa til enda hver lagaleg áhrif breytinga verða. Flest ákvæði nýju stjórnarskrárinnar fjalla um atriði sem eiga heima í lögum en ekki í stjórnarskrá. Það virðist ekki hafa verið almennur skilningur meðal höfunda á því hver munurinn er á lögum og stjórnarskrá. Ef eitthvað ákvæði gömlu góðu stjórnarskrárinnar er algjörlega ónothæft í núverandi mynd þá væri ráð að uppfæra það - en ekki fyrr en eftir miklar og góðar umræður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information