Takmarka þarf setu þingmanna á alþingi íslendinga við tvö kjörtímabil samfellt eða átta ár að hámarki en að þeir geti síðan að átta árum liðnum komið aftur inn á þing og þá aðeins í eitt kjörtímabil eða fjögur ár en eftir það er þingmennsku þeirra lokið að fullu og öllu. Það er með öllu ótækt að sama fólkið geti setið á alþingi nánast gagnslaust fyrir land og þjóð, hirt þar laun, hlunnindi, fríðindi og feit eftirlaun eftir að hafa gert lítið sem ekkert árum og áratugum saman.
Langseta/æfi starf í stjórmálum er ávísun á stöðnun og eykur hættu á klíku myndun og spillingu. Eðlilegt væri að hver maður/kona sæti ekki lengur er þrjú kjörtímabil s.s. 12 ár á þingi.
Fólk sem býður sig fram til þingsetu gerir það þá frekar af hugsjón til að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum og lítur á sig sem þjóna almennings eins og þeim ber að gera. Þetta kemur einnig í veg fyrir að fólk festist inni á þingi áratugum saman engum til gagns og því miður eru margir af þeim "gömlu" nú þegar bara afætur á þjóðinni sem eru þarna vegna hagsmunatengsla. Með því að koma þessu fyrirkomulagi á er hægt að koma í veg fyrir slík tengsl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation