Öryggi barna og gangandi vegfarenda við Lindina og Smáralind

Öryggi barna og gangandi vegfarenda við Lindina og Smáralind

Börn í Lindahverfi ferðast mörg hver í Smáralindina eða á íþróttasvæði Breiðabliks við Dalsmára. Á þessari leið er mjög mikil umferð en auk Smáralindar eru þar Fífan, Smáratorg og tenging við Reykjanesbraut. Því miður er svæðið stórhættulegt fyrir umferð barna á gangi, á hjólum eða vespum. Sér í lagi eru hringtorgin fjögur (Lindatorg, Hvammstorg, Dalatorg, Smáratorg) hættuleg og ítrekað hefur munað mjög litlu á því að illa fari þegar bílstjórar sjá ekki börnin. Þetta þarf að laga.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information