Fjölbreytta göngustíga við Varmá og Ullarnesbrekku

Fjölbreytta göngustíga við Varmá og Ullarnesbrekku

Útivistarsvæðið milli Varmár og Köldukvíslar myndi nýtast betur ef það væru fleiri og fjölbreyttari stígar. Sem stendur eru tveir malbikaðir stígar og tveir breiðir malarstígar. Það mætti bæta við breiðum stíg niður með Varmánni (norðanmegin) og fjölmörgum þrengri stígum út frá breiðu stígunum. Hólmarnir neðst í Elliðaánum væri fyrirmyndin. Þar er fjöldinn allur af stígum, breiðum og mjóum.

Points

Svæðið milli ánna myndi nýtast betur ef fólk hefði fleiri stíga. best færi ef stígarnir væru fjölbreyttir, ekki bara breiðir malbikaðir eða breiðir malarstígar. Það er tildæmis enginn stígur frá Kastalanum í Ullarnesbrekkum niður að Varmá.

Ég stið alltaf gerð af fallegum göngustígum. En ég vil sjá sérstaklega viðgerð á göngustígnum upp með Varmá frá Dælustöðinni. Sorglegt að hann er alveg ónothæfur og málið "í vinnslu" í mörg ár.

Já endilega og þá eitthvað varanlegt , ekki bara sand og möl sem skolast burt i vorleysingunum

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information