Útsýnispallur við Álafoss

Útsýnispallur við Álafoss

Álafoss er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Mosfellsbæ. Engin formleg aðstaða er við fossinn, en ýmist virða gestir hann fyrir sér í grónni brekku austan við hann eða á steinsteyptu plani vestan við hann í skugga gömlu verksmiðjunnar. Aðstaða á borð við stuttan stíg út frá núverandi göngustíg og pall í brekkunni þar sem best útsýni er yfir fossinn væri til þess að minnka ágang á gróður og tilvalið væri að koma upplýsingaskilti sem nú þegar er til staðar fyrir á slíkum palli.

Points

Hlífa gróðri og bæta ásýnd og aðstöðu við náttúruperlu.

Það væri mjög þarft að bæta aðstoðu fyrir ferðamenn og gera huggulegt fyrir neðan fossinn. Alltaf hefur mig dreymt um að það væri kaffishús þar með borð og stól út á þetta steypta plan. Útskot með litlum palli í brekkunni við fossinn þyrfti að útfæra þannig að það falli vel að náttúrunni og gaman væri að það væri bekkur þar sem fólk gæti sest niður og notið nærveru fossins.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information