Gervigrasvöllur og leiktæki í Leirutanga

Gervigrasvöllur og leiktæki í Leirutanga

Í dag er malbikaður fótboltavöllur í Leirutanga sem er töluvert notaður. Með því að setja gervigras yrði völlurinn þó enn meira notaður og myndu börnin sleppa við meiðsli við að detta á hart malbikið. Í Leirutanga er líka gamall leikvöllur þar sem áður voru rólur, rennibraut og sandkassi en er núna bara með rólum og tómum sandkassa, það væri frábært að fá eitthvað nýtt leiktæki þar.

Points

Það er barnmargt í Leirutanga og götunum í kring og með því að setja gervigras á völlinn myndi notkunin margfaldast og krakkarnir gætu notið þess að spila fótbolta og aðra leiki í hverfinu. Yngsta kynslóðin myndi njóta þess að hafa fleiri leiktæki en rólur, auk þess er umhverfið á leikvellinum orðið mjög ósnyrtilegt.

Væri frábært að fá bætta leikaðstöðu í Leirutangann, nú þegar gatan er búin að endurnýjast mikið og full af fjörugum börnum :)

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Klárlega tækifæri hér til að bæta aðstöðu fyrir þann mikla fjölda barna á svæðinu. Mosó er með markmið að auka útiveru og lýðheilsu og með bættri aðstöðu aukast tækifæri til útivistar fyrir alla. Svæðið þar sem þessi gamli fótbolta/körfubolta völlur er er í algerri niðurnýslu (opnir brunnar sem eru slysagildrur ofl) en einnig væri sniðugt að nýta grasflötina betur , setja til dæmis upp æfingatæki fyrir fullorðna líka á þessu svæði, nóg er plássið.😉

Gervigras hefur slæmt áhríf fyrir umhverfið og heilsu því plastið úr því fjúkir í sjó og það er það sem við borðum með fiski siðar. Það væri samt gott að finna leið svo að börnin geta leikt sér. :) http://www.taz.de/!5376394/ https://www.ust.is/einstaklingar/astand-umhverfisins/gervigrasvellir/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information