leikvellir fyrir yngstu

leikvellir fyrir yngstu

Ég bý í Hagalandi og er mjög ánægð með fjölbreytt útivistarsvæði en á öllum leikvöllum í grendinni(kvosinni, hagalandi, ævintýragarður/land) eru ekki leiktæki fyrir þau yngstu, ungbarnarólur sandkassi og hús o.s.frv. sem mætti endilega bæta úr

Points

Mosfellsbær er að yngjast og margar ungar barnafjölskyldur í löndunum

Er alveg sammála! Og vantar fleiri leiktæki, rólur, rennibrautir, klifrahús..... Stór svæði á Stekkjarflöt en bara ein róla og rennibraut! Svo vantar kannski fleiri bekki og grillaðstöðu því þessi ein er ekki nóg þegar gott sumarveður er úti! Mætti breyta líka gömlu viðarleikvöll í Ævintyragarðinum! Allt örðið gamallt og hættuleg! Væri fínt að fá ný góð leiktæki fyrir börn á öllum aldri! Ég sem þriggja barna móðir er mjög sammála!

Sammála. Það mætti bæta aðstöðuna á litla leikvellinum í Bæjarás. Hún er orðin ansi þreytt. Bæta t.d við kastala, rennibraut, sandkassa og ungbarnarólu. Barnafjölskyldum er að fjölga heldur betur í hverfinu. Eins þarf að uppfæra tæki í Ævintýragarðinum.

Hjartanlega sammála. Nú er töluverður fjöldi foreldra í bænum með börn sem eru á milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Það bráð vantar afþreigingu fyrir þennan hóp. Það væri frábært að setja upp hentug leiktæki fyrir þau.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

veit að Dagmömur eru að nota gæsluvöllin fyrir neðan Bíasöluna (fyrrum Nóatún) milli miðholt og njarðarholt veit samt að bærinn á lóðina og tækinn það vær nú gott ef að það væri hægt að lappa uppá svæðið því það eru fullt af ungu fólki með börn í nágrenninu þar sem það er fullt af blokum og fjölbílishúsum í grendini og ég er að fá barnanbörnin stundum í heimsókn þá væri gott að geta farið þangað án þess að þurfa fara langt með þessi kríli og þurfa að hafa áhiggjur af því að þau meiði sig

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information