Lágafellslsug - Lengdur opnunartími

Lágafellslsug - Lengdur opnunartími

Opnunartími verði lengdur til kl. 22:30 alla daga svo sem flestir geti notið þess að fara í sund á kvöldin í þessari frábæru sundlaug sem við eigum.

Points

Það er ótrúlega svekkjandi þegar maður þarf að velja það að keyra til Reykjavíkur til að fara í sund á kvöldin vegna þess að þar eru sundlaugar opnar lengur. Við eigum líklega flottustu sundlaug á Íslandi hér í bænum okkar og það væri frábært ef bæjarbúar gætu notið hennar lengur á hverjum degi.

Myndi nota mjög mikið ;) sakna þess oft á kvöldin að komast ekki í sundlaugina

Við eigum þessa flottu sundlaug. Ég mun fagna þvi ef hún verður opin lengur likt og sundlaugar i nágrannasveitarfélögum. Alveg synd að við höfum ekki tækifæri til að nýta sundlaugina betur.

Það er eðlilegt að ein mest sótta sundlaug höfuðborgarsvæðisins sé ekki eftirbátur annarra vinsælla lauga á svæðinu. Þessi lenging á opnunartíma yrði mjög vel nýtt af sundlaugargestum það er engin spurning. Laugin og pottarnir eru yfirleitt þéttsetin á núverandi lokunartíma og væri ekki frábært ef það væri hægt að leyfa fólki að njóta laugarinnar enn betur en nú er með þeirri einföldu breytingu að lengja opnunartímann um klukkustund.

Svo hægt sé að njóta sundlaugarinnar lengur

Þetta er góð hugmynd, oft hefur maður viljað fara í sund/pottinn eftir núverandi lokunartíma.

Við fjölskyldan myndum nýta okkur lengri opnunartíma sundlaugar um helgar. Við höfum verið að keyra til RVK til að fara í kvöldhelgarsund!

Sundlaugargestum myndi fjölga og heilsuefling íbúa Mosfellsbæjar aukast að sama skapi. Það mætti byrja á að lengja opnun til 22:00. Það eru þó nokkuð margir sem fara ekki í Lágafellslaug á kvöldin þar sem henni er lokað kl.21:30 og sjálfur fer ég stundum í neyð í Árbæjarlaug.

Þetta myndi koma sér vel fyrir okkur smábarnaforeldrana, mig langar t.d. að synda á kvöldin þegar börnin eru sofnuð en af því það lokar kl. 21.30 næ ég því ekki. Opnun til kl. 22 myndi strax breyta miklu.

Nú hafa 30 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2019 17.-28.maí. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2019.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information