Þrívíðar gangbrautir. Skemmtileg umhverfisgrafík sem fegrar bæinn og fær fólk til að hægja á akstri. Væri stórsniðugt að setja þrívíðar gangbrautir í götur með 30km hámarkshraða, fyrir framan skóla t.d. Samgönguráðherra Indlands lét gera svona í Indlandi og nú hefur Ísafjarðarbær gert hið sama til að draga úr hraðaakstri.
Þrívíðar gangbrautir hægja á akstri fólks og því væri tilvalið að setja þær í götur sem skólar liggja við. Ódýr, skemmtileg og áhrifarík leið til að fá fólk til að virða leyfilegan aksturshraða í 30 götum við skóla. Dregur úr líkum á umferðarslysum.
Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation