Endurbætur á leiksvæði. Hugmynd af íbúafundi.

Endurbætur á leiksvæði. Hugmynd af íbúafundi.

Nýr og endurbættur Aparóló. Skemmtileg leiksvæði milli Bakkasmára og Grófarsmára. Búa til skemmtilegan leikvöll fyrir börn og unglinga þar sem aparóló er núna. Setja rólur, kastala, köngulóanet o.fl. Í brekkuna er tilvalið að setja skemmtilegar rennibrautir.

Points

Eins og staðan er núna er enginn leikvöllur (nema aparóló sem er í niðurníðslu) fyrir börn fyrir ofan veg.

Leikvöllurinn er í niðurnýslu. Fjölbreyttari leiktæki fyrir yngri börn

Leikvöllurinn þarfnast endurnýjunar.

Leiksvæðið í brekkunni á milli Bakkasmára og Grófarsmára er í algjörri niðurníðslu og þarf sárlega á yfirhalningu á halda. Eins og sést á myndunum eru leiktæki og bekkur brotinn og gróður vex frjáls yfir sandkassa. Hugmyndin er að taka svæðið í gegn og gera það aðlaðandi fyrir börn að koma og leika sér. Setja mjúk yfirlög á jörð og ný leiktæki eins og aparólu, niðurgrafin trampólín, rólur, klifurgrind, kastala ofl. Eins væri gaman að nýta brekkurnar í kring undir rennibrautir. Einnig þarf að en

Leiksvæðið í brekkunni á milli Bakkasmára og Grófarsmára er í algjörri niðurníðslu og þarf sárlega á yfirhalningu á halda. Eins og sést á myndunum eru leiktæki og bekkur brotinn og gróður vex frjáls yfir sandkassa. Hugmyndin er að taka svæðið í gegn og gera það aðlaðandi fyrir börn að koma og leika sér. Setja mjúk yfirlög á jörð og ný leiktæki eins og aparólu, niðurgrafin trampólín, rólur, klifurgrind, kastala ofl. Eins væri gaman að nýta brekkurnar í kring undir rennibrautir.

Kominn tími á að endurnýja og bæta við tækjum. Vantar leiktæki fyrir yngri börnin líka eins og rennibraut og rólur. Væri líka hægt að færa til grjót og hagræða svo hægt sé að renna sér á veturna. Setja lítið grillhús og bekk á litla planið fyrir ofan þannig að hægt sé að halda t.d. afmælisveislur.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Smáranum. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information